Ásgeir beint í stofuna í kvöld
Hljómahöll og Rokksafn Íslands eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa ákveðið að vera með ýmsa tónlistartengda viðburði í gegnum streymi á netinu þessa dagana. Á Facebook-síðu Hljómahallar verður tónleikadagskrá í beinni útsendingu frá 26. mars til 16. apríl. Ásgeir ríður á vaðið og verður með tónleika í kvöld, 26. mars, kl. 20:00. Þannig gefst fólki tækifæri til að hlýða á Ásgeir, sem gaf nýverið út plötuna Sátt. Hlekkur á viðburðinn er hér. Aðrir tónleikar eru þessir: Moses Hightower - 2. apríl kl. 20:00 GDRN - 7. apríl kl. 20:00 Hjálmar - 16. apríl 20:00 Heimild: mbl.is