About Menhunvest

This author has not yet filled in any details.
So far Menhunvest has created 37 blog entries.

Stofutónleikar Brek

Hljómsveitin Brek ætlar að halda litla stofutónleika í kvöld, sunnudagskvöldið 22. mars, og streyma þeim beint á YouTube. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og eru á YouTube rás hljómsveitarinnar. Hljómsveitin brá á þetta ráð í ljós samkomubanns sem nú ríkir á landinu. Tónleikarnir eru í boði án endurgjalds en hljómsveitin bendir á að hægt er að leggja fram frjáls framlög í gegnum PayPal. Í hljómsveitinni Brek eru m.a. þau Harpa Þorvaldsdóttir og Jóhann Ingi Benediktsson sem eiga einmitt sterka tengingu í Húnaþing vestra.

By |2020-03-22T18:28:02+00:00mars 22nd, 2020|0 Comments

Kammerkór Norðurlands á Hvammstanga

Kammerkór Norðurlands verður með 20 ára afmælistónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga í dag, laugardaginn 22. febrúar, kl. 16:00. Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins í þriggja tónleika tónleikaröð hans í tilefni afmælisins. Kórinn mun flytja ný og eldri lög við ljóð Davíðs Stefánssonar úr Svörtum fjöðrum. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Hér má sjá og hlýða á tóndæmi. Aðgangur er 3.000 kr. og er posi á staðnum. Tónleikarnir eru stryktir af Tónlistarsjóði og Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Sjá nánar hér.

By |2020-02-22T09:02:09+00:00febrúar 22nd, 2020|0 Comments

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra veitir styrki

Fimmtudaginn 13. febrúar s.l. blés SSNV til veislu í Félagsheimilinu Hvammstanga. Tilefnið var veiting styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Alls voru 75 styrkir veittir til 60 aðila og námu styrkirnir alls 65.000.000 kr. Menningarfélag Húnaþings vestra hlaut að þessu sinni styrk fyrir Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2020 og rekstrarstyrk fyrir árið. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem félagið fær rekstrarstyrk, sem er einstaklega ánægjulegt enda hjálpar það til við geta bætt aðbúnað og annað sem styrkir rekstrarlegan grundvöll félagsins. Menningarfélagið var ekki eini styrkhafinn hér í Húnaþingi vestra enda voru alls 17 aðilar sem fengu úthlutað styrkjum [...]

By |2020-02-17T20:41:09+00:00febrúar 17th, 2020|1 Comment

Sæhjarta sýnt í Tjarnarbíó

Í kvöld, föstudagskvöldið 14. febrúar, kl. 20:00 sýnir Handbendi brúðuleikhús verkið Sæhjarta, sem er einleikið brúðuverk fyrir fullorðna, í Tjarnarbíói í Reykjavík. Um er að ræða frumsýningu en verkið var (for)-frumsýnt á Hvammstanga í nóvember s.l. Sagan er sögð með heillandi blöndu brúðuleiks og hefðbundins leikhúss. "Sæhjarta endurskapar og endurvekur gömlu sagnirnar um urturnar sem komu á land og fóru úr selshamnum til að búa og elska meðal manna." Greta Clough skrifaði handrit og sér um leik, leikstjórn er í höndum Sigurðar Líndal Þórissonar, tónlist og hljóðmynd í höndum Júlíusar Aðalsteins Róbertssonar og Egill Ingibergsson sér um leikmynd og lýsingu. [...]

By |2020-02-14T13:16:25+00:00febrúar 14th, 2020|0 Comments

Breytingar á leiguskilmálum MenHúnVest

Stjórn MenHúnVest hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á mánaðarleigu á húsnæði félagsins að Eyrarlandi 1. Þar sem rýmið býður ekki upp á samhliða notkun, þar sem fleiri en einn aðili nýta húsnæðið samtímis, mun héreftir eingöngu verða boðið upp á tímaleigu sem bóka skal fyrirfram. Stjórn MenHúnVest áskilur sér rétt til að gera undanþágur frá þessu fyrirkomulagi í undantekningartilfellum. Þessi ákvörðun gildir frá 1. febrúar 2020.

By |2020-01-20T13:03:47+00:00janúar 20th, 2020|1 Comment

Aukasýning á Skógarlífi

Leikfélag Húnaþings vestra frumsýndi Skógarlíf s.l. laugardagskvöld í Félagsheimilinu Hvammstanga fyrir fullu húsi. Aukasýning verður á morgun, föstudaginn 20. desember, kl. 19:00. Í leikritinu er fylgst með þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í frumskóginum. Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough og er leikgerðin byggð á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling. “Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra.” Sýningin er afar metnaðarfull, sama í hvaða horn er litið. Leikarar á öllum aldri skila sínu frábærlega. Ljósin, sviðsmyndin, búningar, [...]

By |2019-12-19T09:01:54+00:00desember 19th, 2019|0 Comments

Skógarlíf

Það verður iðandi líf í Félagsheimilinu Hvammstanga dagana 13.-15 desember n.k. þegar Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir Skógarlíf. Þar fylgjumst við með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í frumskóginum. Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough og er leikgerðin byggð á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling. "Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra." Sýnt verður: föstudaginn 13. desember kl. 20:00 laugardaginn 14. desember kl. 20:00 sunnudaginn 15. desember kl. 20:00 Almennt miðaverð er 3.500 kr., en hægt er [...]

By |2019-12-05T16:32:20+00:00desember 5th, 2019|0 Comments

Jólatónleikar Jólahúna

Hinir árlegu jólatónleikar Jólahúna verða haldnir nú um komandi helgi, 6.-8 desember, sem hér segir: föstudaginn 6. desember kl. 17:00 og kl. 20:00 í Ásbyrgi á Laugarbakka laugardaginn 7. desember á jólahlaðborði á Blönduósi sunnudaginn 8. desember kl. 17:00 í Fellsborg á Skagaströnd Fram koma eftirtaldir söngvarar, ásamt hljómsveit: Ástrós Kristjánsdóttir Elvar Logi Friðriksson Eygló A. Valdimarsdóttir Kolbrún Sif Marinósdóttir Kristinn Rúnar Víglundsson Ólafur Einar Rúnarsson Rakel Ýr Ívarsdóttir Skúli Einarsson Miðaverð er 3.500 kr. en 1.000 kr. fyrir 10 ára og yngri.

By |2019-12-05T16:18:34+00:00desember 5th, 2019|0 Comments

Sæhjarta eftir Greta Clough

Sýningin Sæhjarta, eftir Greta Clough, verður (for)frumsýnd í Félagsheimilinu Hvammstanga í kvöld kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30 og hleypt er inn í salinn kl. 19:50. Sæhjarta er leikin af einni konu og sýningin er torræð, dul og listræn. Á Facebook-síðu viðburðarins segir: "Dularfull kona á drungalegri strönd. Hún er rekald á ströndinni og úrhark samfélagsins. Hennar margslungna furðusaga er sögð með heillandi blöndu brúðuleiks og hefðbundins leikhúss. Sæhjarta endurskapar og endurvekur gömlu sagnirnar um urturnar sem komu á land og fóru úr selshamnum til að búa og elska meðal manna." Sýningin fer fram á ensku í kvöld og er [...]

By |2019-11-01T14:02:56+00:00nóvember 1st, 2019|0 Comments

Polki og pönnsur

Það var einstaklega góðmennt á gömlu-dansa-ballinu sem menningarfélagið stóð fyrir s.l. föstudagskvöld í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Þetta var í annað sinn sem félagið sér um slíkan dansleik og trúum við að það sé flott tækifæri fyrir framtakssama að standa fyrir viðlíka viðburði með reglubundnum hætti. Hljóðfæraleikararnir voru fanta góðir á sviðinu, en þeir sem fram komu voru Marinó Björnsson, Skúli Einarsson, Sigurður Ingvi Björnsson, Sveinn Kjartansson, Þorvaldur Pálsson, Björn Pétursson, Benedikt Jóhannsson og Ragnar Leví. Gestirnir stóðu sig sérlega vel á dansgólfinu og nutu þess að skrafa saman þegar hlé voru gerð á tónlistinni. Stjórn menningarfélagsins stóð vaktina í [...]

By |2019-10-21T13:22:03+00:00október 21st, 2019|1 Comment
Go to Top