About Menhunvest

This author has not yet filled in any details.
So far Menhunvest has created 37 blog entries.

Styttan af Rósu

Við í nýrri stjórn Menningarfélagsins höfum ákveðið að stóra verkefnið okkar næstu árin verði að koma upp styttu af Vatnsenda-Rósu á Hvammstanga. Önnur verkefni sem við komum að hafa það að markmiði að vera fjáröflun fyrir styttuna, eða styðja almennt við framgang menningarstarfs í sveitarfélaginu. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra styrkti fyrsta áfanga verksins (hönnun, gerð smámyndar, og kynning verksins fyrir íbúum) um 1.200.000 kr nú í síðustu úthlutun. Fyrir þann styrk erum við afar þakklát. Þessi styrkur dugar samt ekki alveg til að klára þennan fyrsta áfanga verksins. Það bjargast samt einhvern veginn. Myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir hefur tekið að sér verkið, [...]

By |2022-12-08T16:27:02+00:00desember 8th, 2022|0 Comments

Útvarpsleikhús æskunnar

Er verið að leita að einhverju að gera í þessu laaaanga páskafríi? Listsköpun um fjarfundabúnað! Opið fyrir nemendur á mið- og unglingastigi grunnskóla, ásamt nemendum á framhaldsskólastigi. Langar þig að skrifa handrit að útvarpsleikriti og láta taka það upp af fagmönnum og hlusta svo á afraksturinn í útvarpinu? Í öllu þessu leiðindarástandi datt þeim hjá Stúdíó Handbendi í hug að bjóða upp á nákvæmlega þetta og fengu Menningarfélag Húnaþings vestra og FM Trölla til liðs við sig. Námskeið í útvarpsleikritun kennir leikstjórinn Sigurður Líndal, í gegnum fjarfundabúnað 29. mars til 2. apríl. Upptökur fara fram í Stúdíó Bakka 3.-5. apríl. [...]

By |2021-03-27T10:23:44+00:00mars 27th, 2021|0 Comments

HIP Fest hefst á morgun

Brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppet Festival verður haldin dagana 9.-11. október 2020 á Hvammstanga. Á vefsíðu hátíðarinnar, thehipfest.com, kemur fram að brúðuleiksýningar og kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en hún verður á tveggja ára fresti í annarri vikunni í október. "Við eflum listamenn og listræn gildi í dreifbýli og bjóðum upp á brúðusýningar á heimsmælikvarða með áhorfendum sem taka vel á móti þeim. Við leggjum mikið upp úr listrænum gæðum og að efla samfélög og listamenn." Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg og má finna á á vefnum thehipfest.is og á Facebook-síðu hátíðarinnar. Miðasala [...]

By |2020-10-08T08:36:02+00:00október 8th, 2020|0 Comments

RIFF í kringum landið

Bíóbíll RIFF (Reykjavik International Film Festival) verður á ferðinni um landið dagana 17.-23. september 2020 og er fyrsti áfangastaður Húnaþing vestra. Bíóbíllinn mætir á Hvammstanga n.k. fimmtudag, 17. september, og ekur um bæinn til að kynna sig. Hægt verður að kíkja innfyrir og glugga í stuttmyndir sem sýndar verða í bílnum í samstarfi við EFA. Um kvöldið verður bíllinn svo búinn að koma sér fyrir við Hótel Laugarbakka og mun þar standa fyrir bílabíói. Stórmyndinni Dancer in the Dark, eftir Lars von Trier með Björk í aðahlutverki, verður varpað á norðurvegg hótelsins (gamla íþróttahússins). Verð er 1.900 kr. á hverja [...]

By |2020-09-15T22:04:58+00:00september 15th, 2020|0 Comments

Jónsmessunæturdraumur hjá Sumarleikhúsi æskunnar

Fréttatilkynning: Sumarleikhús æskunnar er verkefni í eigu Handbendi brúðuleikhúss, en í ár er það sjálfur listrænn stjórnandi brúðuleikhússins, Greta Clough, sem leikstýrir styttri leikgerð á verki William Shakespeare, Draumi á Jónsmessunótt. Arnar Hrólfsson verður aðstoðarleikstjóri. Uppsetning Sumarleikhúss æskunnar á þessu ári er Jónsmessunætur Draumur og sýnir vel hæfileika 15 ungmenna á aldrinum 6 - 17 ára úr Húnavatnssýslum. “Það er mikil eftirspurn eftir fleiri tækifærum til listsköpunar á svæðinu, bæði frá ungmennum og foreldrum. Sumarleikhús æskunnar hefur fengið viðbrögð víða að, til dæmis frá Hólmavík, en þá eru fjarlægðir náttúrulega farnar að hafa áhrif…..nokkrir krakkar hafa samt komið frá Blönduósi [...]

By |2020-08-11T08:32:42+00:00ágúst 11th, 2020|0 Comments

Eldurinn er hafinn!

Hátíðin Eldur í Húnaþingi 2020 þjófstartaði í gær með pubquiz-i í Félagsheimilinu Hvammstanga. Hátíðin verður formlega sett í kvöld og stendur yfir fram á sunnudag n.k. Aragrúa af skemmtilegum dagskrárliðum er að finna á hátíðinni. Þar má nefna dansnámskeið, leiklistarnámskeið, þríþraut, Fifa-mót, barnastund, borðtennis- og brennómót, zumbapartý, Kleppara-mót, fimleikasýningu, ratleik, púttmót, brunaslöngubolta, kínaskák, körfuboltanámskeið, bjórjóga, kraftakeppni, sápurennibrautarfjör, hoppukastalar, fyrirtækjakeppni, strandhreinsun ofl. Tónlistin verður líka veigamikill partur af hátíðinni, eins og svo oft áður, og auk heimafólks sem treður upp á Melló Músika kemur eftirfarandi tónlistarfólk fram; Ásgeir, Dóra Júlía, Slagarasveitin, Ingó veðurguð, Stuðmenn, Helgi Hrafn Ingvarsson, Helen Whitaker og Papar. [...]

By |2020-07-22T10:38:35+00:00júlí 22nd, 2020|0 Comments

Við erum hér!

Við erum hér! Afsakið fjarveruna. Hér hefur eitt og annað verið í gangi bakvið tjöldin, hvort sem það er á varðandi Menningarfélagið, stjórnarmeðlimi sjálfa eða annað. Vinnan í kringum Menningarfélagið er jú unnin í sjálfboðavinnu og Covid setti smá strik í reikninginn. Hvað um það. Hæ! Fréttir af starfseminni Það hefur verið eilítil lognmolla í kringum starfsemina síðustu mánuði en húsnæðið hefur þó verið nýtt af og til. Nýting húsnæðisins hefur einna helst verið í tengslum við tónlist; til kóræfinga, hljómsveitaræfinga, eftirvinnu sem snýr að upptökum osfrv. Á árinu var félaginu veittur styrkur frá Húnaþingi vestra vegna ákveðinna rekstrarþátta sem [...]

By |2020-07-17T18:04:13+00:00júlí 17th, 2020|1 Comment

Afþreying í úrvinnslusóttkví sem og annarri sóttkví og frænkum hennar

Nú er það svo að hér í Húnaþingi vestra ríkir allsherjar úrsvinnslusóttkví og erum við nú á sjötta degi hennar. Þar fyrir utan er fólk m.a. "hefðbundinni" sóttkví og einangrun. Hvað er til bragðs að taka þegar samverustundir utan heimilis eru takmarkaðar og dagarnir renna mögulega saman í eitt? Við mælum að sjálfsögðu með að fylla dagana af menningu og listum. Setjið upp leikþátt, semjið lag, æfið ykkur á óbóinn, lesið bók, semjið ljóð, stofnið "fjarhljómsveit" líkt og nokkrir hér í sveitarfélaginu hafa gert (sjá hér og hér) og bara það sem ykkur dettur í hug. Okkur datt í hug [...]

By |2020-03-27T11:55:39+00:00mars 27th, 2020|1 Comment

Ásgeir beint í stofuna í kvöld

Hljómahöll og Rokksafn Íslands eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa ákveðið að vera með ýmsa tónlistartengda viðburði í gegnum streymi á netinu þessa dagana. Á Facebook-síðu Hljómahallar verður tónleikadagskrá í beinni útsendingu frá 26. mars til 16. apríl. Ásgeir ríður á vaðið og verður með tónleika í kvöld, 26. mars, kl. 20:00. Þannig gefst fólki tækifæri til að hlýða á Ásgeir, sem gaf nýverið út plötuna Sátt. Hlekkur á viðburðinn er hér. Aðrir tónleikar eru þessir: Moses Hightower - 2. apríl kl. 20:00 GDRN - 7. apríl kl. 20:00 Hjálmar - 16. apríl 20:00 Heimild: mbl.is

By |2020-03-26T14:44:25+00:00mars 26th, 2020|0 Comments
Go to Top