About Menhunvest

This author has not yet filled in any details.
So far Menhunvest has created 12 blog entries.

Breytingar á leiguskilmálum MenHúnVest

Stjórn MenHúnVest hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á mánaðarleigu á húsnæði félagsins að Eyrarlandi 1. Þar sem rýmið býður ekki upp á samhliða notkun, þar sem fleiri en einn aðili nýta húsnæðið samtímis, mun héreftir eingöngu verða boðið upp á tímaleigu sem bóka skal fyrirfram. Stjórn MenHúnVest áskilur sér rétt til að gera undanþágur frá þessu fyrirkomulagi í undantekningartilfellum. Þessi ákvörðun gildir frá 1. febrúar 2020.

By |2020-01-20T13:03:47+00:00janúar 20th, 2020|1 Comment

Söngvarakeppni 2019, skráningar eru hafnar!

Það er komið að Söngvarakeppni 2019 og skráningar eru hafnar! Vilt þú ekki vera með í þessari skemmtilegu keppni og troða upp á sviðinu í Félagsheimilinu Hvammstanga í brjálaðri stemmningu laugardagskvöldið 8. júní n.k.? Það var svo gaman í fyrra að við ætlum að halda áfram með stuðið í ár. Komdu og vertu með. Taktu einsöng á þetta, taktu vin/vinkonu með á sviðið, vinnufélagana eða bara foreldrana. Skráning er hafin á stjorn@menhunvest.is og skráningar skulu berast fyrir 12. maí n.k. Þemað í ár er opið. Við viljum vekja sérstaka athygli á því að söngvarakeppnin sjálf (þátttaka og áhorf) er opin [...]

By |2019-05-08T20:49:47+00:00maí 8th, 2019|0 Comments

Söngleikurinn Hárið valinn áhugaverðasta sýningin

Sýning Leikflokks Húnaþings vestra, Hárið, fékk nýverið viðurkenninguna Athyglisverðasta sýning ársins, viðurkenning sem veitt er af Þjóðleikhúsinu á hverju ári. Þetta er í tuttugasta og sjötta skipti sem viðurkenningin er veitt en í dómnefnd sitja Atli Rafn Sigurðarson, Sigurður Sigurjónsson, Snæfríður Ingvarsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Þetta var tilkynnt á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga. Athygli er vakin á því að Snædrottningin, sem sett var upp um jólin síðast liðin fékk einnig mjög góða dóma, en umsögn Bandalagsins er svo hljóðandi: “Það er samdóma álit dómnefndar að sýning Leikflokks Húnaþings vestra á Hárinu eftir Gerome Ragni og James Rado í leikstjórn Sigurðar [...]

By |2019-05-08T20:42:34+00:00maí 5th, 2019|0 Comments

Afmælishátíð Húnaþings vestra

Á þessu ári eru 20 ár liðin frá sameiningu hreppa í Vestur Húnavatnssýslu í það sveitarfélag sem í dag ber nafnið Húnaþing vestra. Af því tilefni er efnt til afmælisveislu 24. til 26. ágúst 2018. Það er Menningarfélag Húnaþings vestra sem skipuleggur afmælið. Íbúum sveitarfélagsins og gestum þeirra verður boðið uppá ýmsa sögu- og menningartengda viðburði með áherslu á góðar samverustundir, víðsvegar um sveitarfélagið. Allir viðburðir eru ókeypis, nema annað sé tekið fram. Dagskráin er eftirfarandi Föstudagurinn 24. ágúst kl. 14:00 Ljósmyndasýning með verkum Kollu Gr á Gauksmýri. Sýningin verður opin föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14:00 til kl. [...]

By |2018-08-24T11:56:51+00:00ágúst 17th, 2018|1 Comment

Söngvarakeppnin 2018

Nú styttist í Söngvarakeppnina 2018 sem Menhúnvest stendur fyrir. Keppnin á sér langa sögu hér í Húnaþingi vestra og alltaf verið vel sótt. Í ár er hún haldin 9.júní n.k. Þema keppninnar í ár er tímabilið 1998 til 2018 í tilefni af því að sveitarfélagið Húnaþing vestra á 20 ára afmæli. Keppendur æfa stíft í æfingarhúsnæði Menningarfélagsins en keppnin sjálf verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppt verður um þrjú efstu sætin sem og atriði kvöldsins. Dómnefnd velur sigurvegara kvöldsins og salurinn velur atriðið. Nánar um keppnina er að finna hér.  

By |2018-05-29T10:11:33+00:00maí 29th, 2018|0 Comments

Breyting á gjaldskrá listarýmis

Á stjórnarfundi 11. Febrúar 2018 var ákveðnar eftirtaldar breytingar á gjaldskrá listarýmis. mánaðarleiga á listarými var hækkuð úr 5.000 kr. upp í 10.000 kr. fyrir meðlimi, og úr 7.500 kr. upp í 15.000 kr.  fyrir aðra. Stakt tímagjald var hækkað úr 250 kr. upp í 500 kr. fyrir meðlimi, og úr 500 kr. upp í 1.000 kr. fyrir aðra.

By |2018-05-01T22:59:06+00:00mars 2nd, 2018|0 Comments

Aðalfundur Menningarfélags Húnaþings vestra 2017

Boðað er til aðalfundar Menningarfélags Húnaþings vestra þriðjudagskvöldið 28. mars 2017 kl. 20:00 í húsakynnum félagsins að Eyrarlandi 1 (efri hæð að sunnanverðu) á Hvammstanga. Dagskrá fundarins Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins Ársreikningur 2016 lagður fram – umræður Ákveðið árgjald 2018 Ákveðin leigugjöld 2018 Önnur mál

By |2018-05-01T22:57:13+00:00mars 20th, 2017|0 Comments

Skráning fyrir Músíktilraunir 2017 hefst 24. febrúar næstkomandi.

Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13-25 ára og Menningarfélagið hvetur hljómsveitir til að taka þátt. Þetta er flott reynsla og skemmtilegt ævintýri! Ef þú ert með hljómsveit en vantar æfingaaðstöðu þá viljum við hjálpa þér. Menningarfélagið hefur til útleigu aðstöðu að Eyrarlandi 1. Þar er hægt að leigja t.d. herbergi til æfinga gegn af vægu gjaldi, allt frá klukkutíma í senn til lengri tíma. Sjáið meira um það hér.

By |2018-05-01T22:54:04+00:00janúar 26th, 2017|0 Comments
Go to Top