Menningarfélag Húnaþings vestra
Tilgangur félagsins er að hlúa að og styðja við hvers kyns menningarstarfsemi í Húnaþingi vestra. Meginverkefni þess er rekstur húsnæðis þar sem félagsmenn geta lagt stund á hvers kyns menningarstarf en einnig tónleikahald, listviðburðir og annað slíkt. Félagsaðild er öllum opin.
Fréttir
Útvarpsleikhús æskunnar
Er verið að leita að einhverju að gera í þessu laaaanga páskafríi? Listsköpun um fjarfundabúnað! Opið fyrir nemendur á mið- og unglingastigi grunnskóla, ásamt nemendum á framhaldsskólastigi. Langar þig að skrifa handrit að útvarpsleikriti og [...]
HIP Fest hefst á morgun
Brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppet Festival verður haldin dagana 9.-11. október 2020 á Hvammstanga. Á vefsíðu hátíðarinnar, thehipfest.com, kemur fram að brúðuleiksýningar og kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er [...]
RIFF í kringum landið
Bíóbíll RIFF (Reykjavik International Film Festival) verður á ferðinni um landið dagana 17.-23. september 2020 og er fyrsti áfangastaður Húnaþing vestra. Bíóbíllinn mætir á Hvammstanga n.k. fimmtudag, 17. september, og ekur um bæinn til að [...]