Hljómsveitin Brek ætlar að halda litla stofutónleika í kvöld, sunnudagskvöldið 22. mars, og streyma þeim beint á YouTube. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og eru á YouTube rás hljómsveitarinnar.

Hljómsveitin brá á þetta ráð í ljós samkomubanns sem nú ríkir á landinu. Tónleikarnir eru í boði án endurgjalds en hljómsveitin bendir á að hægt er að leggja fram frjáls framlög í gegnum PayPal.

Í hljómsveitinni Brek eru m.a. þau Harpa Þorvaldsdóttir og Jóhann Ingi Benediktsson sem eiga einmitt sterka tengingu í Húnaþing vestra.