Það verður iðandi líf í Félagsheimilinu Hvammstanga dagana 13.-15 desember n.k. þegar Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir Skógarlíf. Þar fylgjumst við með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í frumskóginum.

Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough og er leikgerðin byggð á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling.

Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra.

Sýnt verður:
föstudaginn 13. desember kl. 20:00
laugardaginn 14. desember kl. 20:00
sunnudaginn 15. desember kl. 20:00

Almennt miðaverð er 3.500 kr., en hægt er að kaupa miða á forsölu til sunnudagsins 8. desember n.k. Forsölu verð er 2.900 kr.
Miðasala fer fram á www.leikflokkurinn.is.