Sýningin Sæhjarta, eftir Greta Clough, verður (for)frumsýnd í Félagsheimilinu Hvammstanga í kvöld kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30 og hleypt er inn í salinn kl. 19:50.

Sæhjarta er leikin af einni konu og sýningin er torræð, dul og listræn. Á Facebook-síðu viðburðarins segir: „Dularfull kona á drungalegri strönd. Hún er rekald á ströndinni og úrhark samfélagsins. Hennar margslungna furðusaga er sögð með heillandi blöndu brúðuleiks og hefðbundins leikhúss. Sæhjarta endurskapar og endurvekur gömlu sagnirnar um urturnar sem komu á land og fóru úr selshamnum til að búa og elska meðal manna.

Sýningin fer fram á ensku í kvöld og er tæpur klukkutími að lengd. Að lokinni sýningu verður boðið upp á 20 mínútna spjall við aðstandendur sýningarinnar.

Handrit og leikur: Greta Clough
Leikstjórn: Sigurður Líndal Þórisson
Tónlist og hljóðmynd: Júlíus Aðalsteinn Róbertsson
Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson

Miðaverð 3.000 kr.
Sýningin er ekki fyrir börn undir 16 ára aldri.