Brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppet Festival verður haldin dagana 9.-11. október 2020 á Hvammstanga. Á vefsíðu hátíðarinnar, thehipfest.com, kemur fram að brúðuleiksýningar og kvikmyndir verða í hávegum hafðar.

Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en hún verður á tveggja ára fresti í annarri vikunni í október.

Við eflum listamenn og listræn gildi í dreifbýli og bjóðum upp á brúðusýningar á heimsmælikvarða með áhorfendum sem taka vel á móti þeim. Við leggjum mikið upp úr listrænum gæðum og að efla samfélög og listamenn.

Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg og má finna á á vefnum thehipfest.is og á Facebook-síðu hátíðarinnar. Miðasala fer fram á tix.is.

Kíkið á okkur á Tanganum fagra. Við bjóðum upp á allskonar brúðulistir, fluttar af listamönnum úr víðri veröld. Rétt…

Posted by Hvammstangi International Puppetry Festival on Fimmtudagur, 17. september 2020

Föstudagur 9. október
kl. 10:00 – Dimmalimm – UPPSELT
kl. 11:00 – Litlar sögur með litlum brúðum með Tessa Rivarola, 2ja daga námskeið – 2.000 kr.
kl. 12:00 – Skreyttu hátíðarleikbrúðu – ókeypis
kl. 17:00 – Upplifun í skóginum – ókeypis
kl. 17:15 – Tréð – AFLÝST
kl. 18:00 – Bara Bob – ókeypis
kl. 19:00 – Fröken Litkaber – 1.000 kr.
kl. 20:00 – Trúðahúsin – AFLÝST
kl. 21:30 – Diana Sus, tónleikar – ókeypis

Laugardagur 10. október
kl. 11:00 – Skuggar af skuggum – 1.000 kr.
kl. 12:30 – Leikið að ljósi – skapað með skuggum – 1.000 kr.
kl. 14:30 – Fyrirlestur: þrívíddarprentaðar leikbrúður með Nik Palmer – ókeypis
kl. 16:00 – Error 404 – ókeypis
kl. 19:00 – Metamorphosis – 2.000 kr.
kl. 21:00 – Brúðubíó fyrir fullorðna – 500 kr.

Sunnudagur 11. október
kl. 11:00 – Pop! – ókeypis
kl. 12:00 – Gerðu ofurhetjubrúðu með Noisy Oyster – ókeypis
kl. 13:00 – Heimþrá – ókeypis
kl. 14:00 – Engi – 1.000 kr.
kl. 15:00 – Zen í brúðulistinni með Bernd Ogrodnik – 5.000 kr.
kl. 16:00 – Brúðubíó fyrir alla fjölskylduna – 500 kr.
kl. 20:30 – Verðlaunaathöfn og lokahóf – 3.000 kr.