Bíóbíll RIFF (Reykjavik International Film Festival) verður á ferðinni um landið dagana 17.-23. september 2020 og er fyrsti áfangastaður Húnaþing vestra.

Bíóbíllinn mætir á Hvammstanga n.k. fimmtudag, 17. september, og ekur um bæinn til að kynna sig. Hægt verður að kíkja innfyrir og glugga í stuttmyndir sem sýndar verða í bílnum í samstarfi við EFA.

Um kvöldið verður bíllinn svo búinn að koma sér fyrir við Hótel Laugarbakka og mun þar standa fyrir bílabíói. Stórmyndinni Dancer in the Dark, eftir Lars von Trier með Björk í aðahlutverki, verður varpað á norðurvegg hótelsins (gamla íþróttahússins). Verð er 1.900 kr. á hverja bifreið.

Bíóbíllinn heldur svo ferðalaginu áfram næstu daga og er með eftirfarandi ferðarplan:

17. september – Hvammstangi
18. september – Dalvík
19. september – Raufarhöfn
20. september – Egilsstaðir
21. september – Eskifjörður
21. september – Höfn í Hornarfirði
22. september – Reykholt