Loading Events
This event has passed.

Sýningin Sæhjarta, eftir Greta Clough, verður (for)frumsýnd í Félagsheimilinu Hvammstanga í föstudagskvöldið 1. nóvember 2019 kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30 og hleypt er inn í salinn kl. 19:50.

Sæhjarta er leikin af einni konu og sýningin er torræð, dul og listræn. Sýningin fer fram á ensku í kvöld og er tæpur klukkutími að lengd. Að lokinni sýningu verður boðið upp á 20 mínútna spjall við aðstandendur sýningarinnar.

Miðaverð 3.000 kr.
Sýningin er ekki fyrir börn.