Styttan af Rósu

Við í nýrri stjórn Menningarfélagsins höfum ákveðið að stóra verkefnið okkar næstu árin verði að koma upp styttu af Vatnsenda-Rósu á Hvammstanga. Önnur verkefni sem við komum að hafa það að markmiði að vera fjáröflun fyrir styttuna, eða styðja almennt við framgang menningarstarfs í sveitarfélaginu. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra styrkti fyrsta áfanga verksins (hönnun, gerð smámyndar, og kynning verksins fyrir íbúum) um 1.200.000 kr nú í síðustu úthlutun. Fyrir þann styrk erum við afar þakklát. Þessi styrkur dugar samt ekki alveg til að klára þennan fyrsta áfanga verksins. Það bjargast samt einhvern veginn. Myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir hefur tekið að sér verkið, [...]