HIP Fest hefst á morgun

Brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppet Festival verður haldin dagana 9.-11. október 2020 á Hvammstanga. Á vefsíðu hátíðarinnar, thehipfest.com, kemur fram að brúðuleiksýningar og kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en hún verður á tveggja ára fresti í annarri vikunni í október. "Við eflum listamenn og listræn gildi í dreifbýli og bjóðum upp á brúðusýningar á heimsmælikvarða með áhorfendum sem taka vel á móti þeim. Við leggjum mikið upp úr listrænum gæðum og að efla samfélög og listamenn." Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg og má finna á á vefnum thehipfest.is og á Facebook-síðu hátíðarinnar. Miðasala [...]