Breytingar á leiguskilmálum MenHúnVest

Stjórn MenHúnVest hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á mánaðarleigu á húsnæði félagsins að Eyrarlandi 1. Þar sem rýmið býður ekki upp á samhliða notkun, þar sem fleiri en einn aðili nýta húsnæðið samtímis, mun héreftir eingöngu verða boðið upp á tímaleigu sem bóka skal fyrirfram. Stjórn MenHúnVest áskilur sér rétt til að gera undanþágur frá þessu fyrirkomulagi í undantekningartilfellum. Þessi ákvörðun gildir frá 1. febrúar 2020.