Það er komið að Söngvarakeppni 2019 og skráningar eru hafnar!

Vilt þú ekki vera með í þessari skemmtilegu keppni og troða upp á sviðinu í Félagsheimilinu Hvammstanga í brjálaðri stemmningu laugardagskvöldið 8. júní n.k.? Það var svo gaman í fyrra að við ætlum að halda áfram með stuðið í ár. Komdu og vertu með. Taktu einsöng á þetta, taktu vin/vinkonu með á sviðið, vinnufélagana eða bara foreldrana.

Skráning er hafin á stjorn@menhunvest.is og skráningar skulu berast fyrir 12. maí n.k. Þemað í ár er opið.

Við viljum vekja sérstaka athygli á því að söngvarakeppnin sjálf (þátttaka og áhorf) er opin fyrir 16 ára og eldri, en þeir sem eru undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með foreldri/forráðamanni. Dansleikurinn er hins vegar aðeins fyrir 18 ára og eldri.

Lifi menningin!