Eitt af hlutverkum Menningarfélags Húnaþings vestra er að starfrækja húsnæði að Eyrarlandi 1 (2. hæð) á Hvammstanga og er það ætlað fyrir lista- og menningarstarfsemi. Húsnæðið er hægt að leigja per klukkustund og hefur í gegnum árin verið leigt út í ýmsum tilgangi. Sem dæmi má nefna að í húsnæðinu hafa verið hljómsveitaræfingar, leiklistaræfingar, ljóðalestur, tónlistarflutningur, fyrirlestrar, námskeið, viðburðir á vegum Elds í Húnaþingi, bækistöð fyrir kvikmyndateymi, vinnustofa Handbendis. Það eru ýmis tækifæri fólgin í nýtingu húsnæðisins, s.s. í frekari liststarfsemi, menningartengda klúbba, fundarhöld osfrv. Hvað sérð þú fyrir þér?

Vissuð þið að það að hér á vefnum okkar er hægt að sjá með auðveldum hætti hvort húsnæðið okkar er laust til leigu eða upptekið? Það er allt kyrfilega fram sett í dagatalinu okkar sem þú skoðar til dæmis hér. Þú getur svo bókað með því að senda okkur póst á stjorn@menhunvest.is.

Upplýsingar um verð er að finna hér, en ein klukkustund kostar félagsmeðlimi 500 kr. en aðra 1.000 kr. Það er auðveldlega hægt að gerast meðlimur með því að skrá sig hér.