Hinar heillandi og einstöku söngkonur Hrafnhildur Ýr og Jónína Ara verða með tónleika n.k. miðvikudagskvöld, 23. október, á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga.

Á tónleikunum munu þær flytja vel valin lög úr eigin safni í bland við falleg íslensk dægurlög.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð Jónínu Ara nú í október og nóvember. Jónína er söngkona og lagasmiður úr Öræfasveit, sem býr nú í Noregi. Hún er okkur ekki ókunnug þar sem hún hefur áður haldið tónleika hér við góðar undirtektir. Hrafnhildi Ýr þekkjum við mæta vel, enda sveitungi okkar. Hrafnhildur vinnur nú að breiðskífu með eigin efni.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.
Miðaverð í forsölu á www.midi.is er 1.500 kr.
Miðaverð við hurð (ef ekki er uppselt) er 2.000 kr.

Síðu viðburðarins á Facebook er hægt að nálgast hér.