Söngvarakeppnin já! Það má segja að það hafi láðst að setja inn samantekt hér til upplýsinga. Skemmst er frá því að segja að við áttum frábæra kvöldstund (og dagstund og reyndar næturstund líka) á Söngvarakeppni Húnaþings vestra og balli með Albatross, og vonum að þið hafið skemmt ykkur vel.

Nú, helstu úrslit voru þessi:

1. sæti – Hljómsveitin Ástarlogar (Ástrós Kristjánsdóttir, Elvar Logi Friðriksson og Heiðrún Nína Axelsdóttir) með lagið Say Something

2. sæti – Sunneva Eldey Þorvaldsdóttir með lagið Hard Place

3. sæti – Stella Guðrún Ellertsdóttir og Tómas Örn Daníelsson með lagið Don’t kill my vibe

Bestu búningarnir – Leikskólinn Ásgarður
Besta sviðsframkoman – Karlakórinn Mæjó

Myndir frá keppninni getið þið skoðað á Facebook-síðu félagsins, eða með því að smella hér.

Við viljum svo þakka frábæru kynnunum, þeim Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur og Jódísi Erlu Gunnlaugsdóttir og dómnefndinni; Ásbirni Edgar Waage, Hildi Ýr Arnarsdóttur og Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur. Jafnframt viljum við þakka okkar frábæra starfsfólki á FarBarnum, öllum þeim sem hjálpuðu á einhvern hátt til og svo styrktaraðilum; Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, Hvammstangi Hostel og Menningarsjóði Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu

TAKK!