Hvað er svo glatt

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Eins og á vori laufi skrýðist lundur,
lifnar og glæðist hugarkætin þá;
og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
þá er það víst, að best blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.

Látum því, vinir, vínið andann hressa
og vonarstundu köllum þennan dag,
og gesti vora biðjum guð að blessa
og best að snúa öllum þeirra hag.
Látum ei sorg né söknuð vínið blanda,
þó senn í vinahópinn komi skörð,
en óskum heilla og heiðurs hverjum landa,
sem heilsar aftur vorri fósturjörð.

Einu sinni’ á ágústkvöldi

Einu sinni’ á ágústkvöldi
austur í Þingvallasveit
gerðist í dulitlu dragi
dulítið sem enginn veit,

nema við og nokkrir þrestir
og kjarrið græna inní Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.

Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa rökkurveg,
við saman munum geyma þetta
ljúfa leyndarmál,
landið okkar góða þú og ég.

Litla flugan

Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.
Ef ég væri orðinn lítil fluga,
Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

Undir bláhimni

Undir bláhimni blíðsumars nætur
barst’ í arma mér rósfagra mey.
Meðan döggin á grasinu grætur
gárast tjörnin af suðrænum þey.
Ég var snortin af yndisleik þínum
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.

Ég vil dansa við þig meðan dunar
þetta draumalíða lag sem ég ann.
Meðan fjörið í æðum funar
og af fögnuði hjart mitt barann.
Og svo dönsum við dátt þá er gaman
meðan dagur í austrinu rís.
Og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.

Ó María mig langar heim

Hann sigldi út um höfin blá í 17 ár
og sjómennsku kunni hann upp á hár,
Hann saknaði alla tíð stúlkunnar
og mynd hennar stöðugt í hjarta hann bar.

Ó, María mig langar heim.
Ó, María mig langar heim.
Því heima vil ég helst vera.
Ó, María hjá þér.

Í höfnum var hann hrókur mikils fagnaðar
hann heillaði þar allar stúlkurnar
en aldrei hann meyjarnar augum leit
það átti ekki við hann að rjúfa sín heit.

Ó, María mig langar heim…

Loks kom að því, hann vildi halda heim á leið
til hennar sem sat þar og beið og beið
hann hætti til sjós, tók sinn hatt og staf
og heimleiðis sigldi um ólgandi haf.

Ó, María mig langar heim…

En fleyið bar hann aldrei heim að fjarðarströnd.
Hann siglir ei lengur um ókunn lönd.
En María bíður og bíður enn
Hún bíður og vonar hann komi nú senn.

Ó, María mig langar heim…

Fríða litla lipurtá
Fríða litla lipurtá
Ljúf með augun fögur djúp og blá
Að dansa jenka er draumurinn
hún dansar fyrir hann afa sinn.

Annað dansa ekki má,
annað en jenka, ónei það er frá.
Allir klappa hó og hó og hæ
hlegið hátt og dansað dátt
og nú er kátt í bæ

Fríða litla lipurtá
Ljúf með augu fögur djúp og blá
Að dansa jenka er draumurinn
hùn dansar fyrir hann afa sinn.

Ég er kominn heim (Ferðalok)

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.

Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.

Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim,
því ég er kominn heim.

Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já, ég er kominn heim.

Góða ferð

Þér leiðist hér ég veit það kæra vina
Þú vilt á brott að kanna nýjan stig
en þig skortir kjark þú hikar og hugsar dag og nótt
og hræðist að þú munir særa mig

Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vina það allt er gafstu mér
góða ferð, vertu sæl já góða ferð

Við áttum saman yndislegar stundir
við áttum sól og blóm og hvítan sand
og skjól á köldum vetri er vindur napurt söng
og von um gullin ský og fagurt land

Góða ferð, góða ferð, góða ferð…

Þó farir þú í fjarlægð kæra vina
og fætur þínir stígi ókunn skref
En draum er æðstan áttir, þú áður sagðir mér
þín ást var mín og brosin geymt ég hef

Góða ferð, góða ferð, góða ferð…
Góða ferð, góða ferð, góða ferð…

Segðu ekki nei.

Út við gluggann stendur stúlkan
og hún starir veginn á
og hún bíður og hún vonar
að hún vininn fái að sjá.
En um síðir hringir síminn
og hún svarar í hann fljótt,
“Halló, halló,” segir herrann,
“viltu koma að dansa í nótt?”

“Segðu ekki nei,
segðu kannski, kannski, kannski,
segðu að þú elskir engan nema mig.
Segðu ekki nei,
segðu kannski, kannski, kannski,
þá aldrei, aldrei ég skilja mun við þig.”

Unga stúlkan hún er stórhrifin
og strax hún segir “Já”.
Arm í arm þau leiðast ungu hjúin ætla ballið á.
Þegar hljóma ljúfu lögin
lágt hann hvíslar: “Heyrðu mig,
viltu dansa þennan dans,
ég gjarnan dansa vil við þig.”

“Segðu ekki nei…

Og í ljúfum draumi líður kvöldið,
loks er komin nótt.
Við trúum stundum tæplega
hve tíminn líður fljótt.
Og er vangi strýkur vanga hlýtt
af vörum hvíslað er:
“Elsku litla sæta ljúfan,
má ég labba heim með þér?”

“Segðu ekki nei…

Kötukvæði

Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti.
Hún var að koma af engjunum heim.
Það var í ágúst að áliðnum slætti
og nærri aldimmt á kvöldunum þeim.

Hún var svo ung eins og angandi rósir.
Ég hafði aldrei séð hana fyrr.
Um vanga dönsuðu lokkarnir ljósir
og augun leiftruðu þögul og kyrr.

Hlýtt ég tók í hönd á Kötu,
horfði’ í augun djúp og blá.
Gengum síðan burt af götu,
geymdi okkur náttmyrkrið þá.

En þegar eldaði aftur og birti
í hjarta ákafan kenndi ég sting.
Og fyrir augum af angist mig syrti.
Hún var með einfaldan giftingarhring.

Vegbúinn

Þú færð aldrei’að gleyma
þegar ferð þú á stjá.
Þú átt hvergi heima
nema veginum á.

Með angur í hjarta
og dirfskunnar móð
þú ferð þína eigin,
ótroðnu slóð.

Vegbúi, sestu mér hjá.
Segðu mér sögur,
já, segðu mér frá.
Þú áttir von,
nú er vonin farin á brott
flogin í veg.

Eitt er að dreyma
og annað að þrá.
Þú vaknar að morgni
veginum á.

Vegbúi, sestu mér hjá…

Spáðu í mig

Kvöldin eru kaldlynd úti á nesi
kafaldsbylur hylur hæð og lægð
kalinn og með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð

spáðu í mig
þá mun ég spá í þig
spáðu í mig
þá mun ég spá í þig

Nóttin hefur augu eins og flugan
og eflaust sér hún mig þar sem ég fer
heimullega á þinn fund að fela
flöskuna og mig í hendur þér

spáðu í mig…

Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg
og Akrafjallið geðbilað að sjá
en ef ég bið þig um að flýja með mér
til Omdúrman þá máttu ekki hvá

spáðu í mig…

Súrmjólk í hádeginu

Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ
klukkan 7 á morgnana er mér dröslað niðr’í bæ
enginn tekur eftir því þó heyrist lítil kvein
því mamma er að vinna en er orðin allt of sein

Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin
og mamma er svo stressuð en þó mest á sjálfri sér.

Svo inn á dagskólann mér dröslað er í flýti
mig sárverkjar í handleggina eftir mömmu tog.
Enn þá drottnar dagmamman með ótal andlitslýti
það er eins og hún hafi fengið hátt í hundrað þúsund flog.

Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin
mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin
eitt er víst að pabbi minn hann ræður öllu hér.

Bráðum verð ég 6 ára en það er 1. maí
daginn þann ég dröslast aleinn niðr’í bæ
enginn tekur eftir því þó ég hangi þarna einn
gamli er með launakröfu en er orðinn alltof seinn.

Súrmjólk í hádeginu, Cheerios á kvöldin…

Týnda kynslóðin

Pabbi minn kallakókið sýpur
hann er með eyrnalokk og strípur
og er að fara á ball, hann er að fara á ball.

Mamma beyglar alltaf munninn
þegar hún maskarar augun
og er að fara á ball, hún er að fara á ball.

Blandaðu mér í glas segir hún
út um neðra munnvikið.
Ekki mikið kók, ekki mikinn ís,
réttu mér kveikjarann.
Barnapían er með blásið hár
og pabbi yngist upp um
átján ár á nóinu.
Drífðu þig nú svo við missum
ekki af Gunnari og sjóinu.

Pabbi minn setur Stones á fóninn
fæst ekki um gömlu partýtjónin,
hann er að fara á ball, hann er að fara á ball.

Nú skal honkí tonkið spilað
þó svo að mónóið sé bilað,
hann er að fara á ball, hann er að fara á ball.

Manstu eftir Jan og Kjell,
segir hann eftir gítarsólóið.
Manstu eftir John,
manstu eftir Paul,
réttu mér albúmið.
Þá var pabbi sko með heví hár
en síðan hafa liðið
hundrað ár á nóinu.
Drífðu þig nú svo við
missum ekki af matnum og sjóinu

Það er alltaf sama stressið
sú gamla er enn að víkka dressið
og er að fara á ball, hún er að fara á ball.

Mamma beyglar alltaf munninn
Þegar hún maskarar augun
og er að fara á ball, hún er að fara á ball.

Blandaðu mér í glas segir hún…

Mamma beyglar alltaf munninn
Mamma beyglar alltaf munninn
Mamma beyglar alltaf munninn
Hún er að fara á ball, hún er að fara á ball.

Bláu augun þín

Bláu augun þín blika djúp og skær,
lýsa leiðina mína líkt og stjörnur tvær,
þó að liggi leið mín um langan veg
aldrei augnanna þinna eldi gleymi ég.

Þau minna’ á fjallavötnin fagurblá,
fegurð þá einn ég á.

Bláu augun þín blika djúp og skær,
lýsa leiðina mína líkt og stjörnur tvær,
lýsa leiðina mína líkt og stjörnur tvær

Hestasyrpa

Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn,
ríðum sem fjandinn
sláum í gandinn
svo að skemmtir sér landinn.

Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn,
ríðum sem fjandinn
sláum í gandinn
þetta er stórkostleg reið.

Glóð er enn í öskunni
og flatbrauðsneið í töskunni
lögg er enn í flöskunni
við komum öskufullir heim.

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn.
Við skulum hleypa á skeið.
Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn.
Við skulum fara í útreið reið.

Út í myrkrið, meðfram ánni,
fram hjá hunangshlöðunni
við munum ríða, en sú blíða,
þar til örlar á dagsbirtunni.

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn…

Hryssan mín blá, hryssa, hryssa blá
segðu þeim okkar ævintýrum frá,
sjaldan við vorum heimaslóðum á
en verðum alltaf þeim frá, já.
Manstu mín kæra gresjurnar
Akrafjöllin, Esjurnar?
Já, manstu´er við riðum dalina
og alla fjallasalina?

Hryssan mín blá, hryssa, hryssa blá…

Manstu´er við hittum Rauð á Stöng
og þú heyrðir svanasöng?
En folaldið hvíta seinna varð
úti við Svartaskarð.

Hryssan mín blá, hryssa, hryssa blá…

Þegar ég lít á farinn veg
heillar mig minningin,
þökkuð er sambúð yndisleg
og líka viðkynningin.

Hryssan mín blá, hryssa, hryssa blá…

Álfheiður Björk

Álfheiður Björk, ég elska þig,
hvað sem þú kannt
að segja við því.
Ég veit annar sveinn
ást þína fær.
Hvað get ég gert?
Hvað get ég sagt?

Álfheiður Björk, við erum eitt.
Ást okkar grandað
aldrei fær neitt.
Ég veit annar sveinn
hjarta þitt þráir.
Hvað get ég gert?
Hvað get ég sagt?

Þú mátt ekki láta þennan dóna,
þennan fylliraft og róna, glepja þig.
Þú mátt ekki falla í hans hendur,
oft hann völtum fótum stendur.
Ó, hlustaðu á mig
því ég elska þig, Álfheiður Björk.

Álfheiður Björk, ég elska þig.
Líf mitt er einskis
virði án þín
Segð’ að að þú sért
mín alla tíð
Álfheiður Björk,
ég eftir þér bíð.

Þú mátt ekki láta þennan dóna…

Hey Jude

Hey, Jude, don’t make it bad,
Take a sad song and make it better.
Remember to let her into your heart,
Then you can start to make it better.

Hey, Jude, don’t be afraid,
You were made to go out and get her.
The minute you let her under your skin,
Then you begin to make it better.

And anytime you feel the pain,
Hey, Jude, refrain,
Don’t carry the world upon your shoulders.
For now you know that it’s a fool
Who plays it cool
By making his world a little colder.
Na na na na na na na na na na.

Hey, Jude, don’t let me down,
You have found her, now go and get her.
Remember to let her into your heart,
Then you can start to make it better.

So let it out and let it in
Hey, Jude, begin,
You’re waiting for someone to perform with
And don’t you know that it’s just you
Hey Jude you’ll do
The movement you need is on your shoulder.
Na na na na na na na na na Yeah.

Hey, Jude, don’t make it bad,
Take a sad song and make it better.
Remember to let her under your skin,
Then you’ll begin to make it better.

Better, better, better, better, better, Yeah,Yeah,Yeah
Na Na Na Na Na Na Na
Na Na Na Na, Hey Jude!

Yesterday

Yesterday, all my troubles
seemed so far away,
Now it looks as though they’re here to stay,
Oh, I believe in yesterday.

Suddenly, I’m not half the man
I used to be,
There’s a shadow hanging over me,
Oh, yesterday came suddenly.

Why she had to go,
I don’t know, she wouldn’t say.
I said something wrong,
Now I long for yesterday.
Yesterday, love was such an easy
game to play,
Now I need a place to hide away,
Oh, I believe in yesterday.

Why she had to go…

Yesterday, love was such an easy
game to play,
Now I need a place to hide away,
Oh, I believe in yesterday.
Mmm, mm, mm, mm, mm mm.

Í síðasta skipti

Ég man það svo vel
Manstu það hvernig ég sveiflaði þér
Fram og tilbaka í örmunum á mér
Ég man það, ég man það svo vel

Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig
Gerðu það, leyf mér að leiða þig
Í síðasta skipti
Haltu í höndina á mér og ekki sleppa
Sýndu mér aftur hvað er að elska
Og o-o-o-o
Segðu mér
Að þú finnir ekkert og enga neista
Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast
Þá rata ég út

Ég man það svo vel
Manstu það hvernig þú söngst alltaf með
Hver einasta bílferð sem tónleikar með þér
Ég man það, ég man það svo vel

Því þessar minningar, minningar…

Þýtur í laufi

Þýtur í laufi bálið brennur.
Blærinn hvíslar: “Sofðu rótt.”
Hljóður í hafi röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.

Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur, glaumur gaman.
Gleðin, hún býr í fjallasal.

Viltu með mér vaka í nótt

Þýtur í laufi bálið brennur.
Blærinn hvíslar: “Sofðu rótt.”
Hljóður í hafi röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.

Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur, glaumur gaman.
Gleðin, hún býr í fjallasal.

Máninn fullur fer um geiminn

Máninn fullur fer um geiminn
fagrar langar nætur.
Er hann kannski að hæða heiminn
hrjáðan sér við fætur?
Fullur oft hann er
það er ekki fallegt, ónei.
Það er ljótt
að flækjast þar, að flækjast þar
á fylliríi um nætur.

Stjáni fullur fer um stræti,
fagrar tunglskinsnætur.
Fullur ástar, ungrar kæti,
elskar heimasætur.
Þannig oft hann er,
það er ekki fallegt, ónei.
Það er ljótt,
því ein er hér og önnur þar
og Efemía grætur.

Ó Jósep Jósep

Ó, Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða
og bráðum hvarma mína fylla tár,
því fyrr en varir æskuárin líða
og ellin kemur með sín gráu hár.
Ég spyr þig, Jósep, hvar er karlmannslundin
og kjarkur sá er prýðir hraustan mann.
Hvenær má ég klerkinn panta,
kjarkinn má ei vanta,
Jósep, Jósep, nefndu daginn þann.

Hvenær má ég klerkinn panta,
kjarkinn má ei vanta,
Jósep, Jósep, nefndu daginn þann.

Ó, Jósep, Jósep, láttu bílinn bruna
og byrjaðu sem fyrst að trukka mig.
Við keyrum út í græna náttúruna,
sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.
Ó, Jósep, Jósep, hvar er karlmannslundin
og kjarkur sá er prýðir hraustan mann.
Hvenær má ég klerkinn panta,
kjarkinn má ei vanta,
Jósep, Jósep, nefndu daginn þann.

Hvenær má ég klerkinn panta…

Stál og hnífur

Þegar ég vaknaði um morguninn,
er þú komst inn til mín,
hörund þitt eins og silki,
andlitið eins og postulín.

Við bryggjuna bátur vaggar hljótt
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn sagði: „Komdu fljótt,
það er svo margt sem ég ætla þér að segja.“

Ef ég drukkna, drukkna í nótt,
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt,
þá vil ég á það minna.

Stál og hnífur er merkið mitt,
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó á meðal manna.

Fjöllin hafa vakað

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár.
Ef þú rýnir inn í bergið sérðu glitra tár.
Orð þín kristal tær, drógu mig nær og nær.
Ég reyndi að kalla á ástina, sem úr dvala reis í gær.

Þú sagðir mér frá skrítnu landi fyrir okkur ein.
Þar yxu rósir á hvítum sandi og von um betri heim.
Ég hló, þú horfðir á, augu þín svört af þrá.
Ég teygði mig í himininn, í tunglið reyndi að ná.
Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál.
Ef hann kann ekki að ljúga, hvað verður um hann þá.
Undir hælinn verður troðinn, líkt og laufblöðin smá.
Við hræðumst hjarta hans og augun blá

Kvöldið er fagurt

Kvöldið er fagurt sól er sest
og sefur fugl á grein.
Við skulum koma vina mín
og vera saman ein.

Ég þekki fagran lítinn lund
hjá læknum upp við foss
þar sem glóa gullin blóm
þú gefur heitan koss.

Þú veist að öll mín innsta þrá
er ástarkossinn þinn.
Héðan af aðeins yndi ég
í örmum þínum finn.

Ég leiði þig í lundinn minn
mín ljúfa, komdu nú.
Jörðin þó eigi ótal blóm
mín eina rós ert þú.