Sæhjarta sýnt í Tjarnarbíó
Í kvöld, föstudagskvöldið 14. febrúar, kl. 20:00 sýnir Handbendi brúðuleikhús verkið Sæhjarta, sem er einleikið brúðuverk fyrir fullorðna, í Tjarnarbíói í Reykjavík. Um er að ræða frumsýningu en verkið var (for)-frumsýnt á Hvammstanga í nóvember s.l. Sagan er sögð með heillandi blöndu brúðuleiks og hefðbundins leikhúss. "Sæhjarta endurskapar og endurvekur gömlu sagnirnar um urturnar sem komu á land og fóru úr selshamnum til að búa og elska meðal manna." Greta Clough skrifaði handrit og sér um leik, leikstjórn er í höndum Sigurðar Líndal Þórissonar, tónlist og hljóðmynd í höndum Júlíusar Aðalsteins Róbertssonar og Egill Ingibergsson sér um leikmynd og lýsingu. [...]